Þynning á hári

Er til lausn við því þegar hár fer að þynnast mikið ?

Sæl/Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Ýmsir þættir geta valdið hárlosi og því er meðferð mismunandi eftir orsök. Ef um frekar vægt hárlos er að ræða er hægt að nota sérstaka hárnæringu eða taka vítamín hárkúr til að gera hárið líflegra og fallegra. Í apóteki er hægt að fá ýmsar sérvaldar tegundir af vítamínum og bætiefnum fyrir hár og hárlos. Ef þetta er ekki að duga þá er hægt að ræða við lækni um aðrar leiðir t.d. Regaine sem er áburður til að bera í hársvörð og Propecia töflur sem er lyf við skallamyndun ef um slíkt er að ræða. Bæði þessi lyf eru lyfseðilsskyld.

Bestu kveðjur og gangi þér vel