Þyngdartap

Ég hef áhyggjur af pabba mínum sem er búinn að vera að léttast. hann er 95 ára og vann áður stritvinnu og var með mikla vöðva.
Hann sjálfur er með mikla fitufordóma og ábyggilega mjög ánægður með þetta þyngdartap. Hversu gott er fyrir svona gamalt fólk að léttast.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Vannæring/þyngdartap hjá öldruðum er aldrei góð og þegar við léttumst að þá töpum við líka vöðvamassa og þá getur það einnig skert hreyfifærni. Orsakir fyrir þyngdatapi geta verið margar eins og t.d. aukið lystarleysi, breytingar á næringarinnihaldi, sjúkdómar og jafnvel lyf. Finna þarf út hver orsökin er og vinna svo út frá því hvort ekki sé hægt að laga ástandið. Læt fylgja með áhugavert lesefni sem fer ítarlega í þetta vandamál og hvað sé hægt að gera til að sporna við því.

Gangi þér/ykkur vel.

https://doktor.frettabladid.is/lifstill/naering-aldradra-vokvaskortur-algengt-vandamal

https://heilsanokkar.is/heilsa-aldradra-mikilvaegi-naeringar/

https://www.hjukrun.is/library/Timarit—Skrar/Timarit/Timarit-2016/5-tbl-2016/NaeringAldradra.pdf

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.