Þyngd163 á hæð er kona hvað á ég að vera þung

Er 163 hæð hvað á ég aðvera þung?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Miðað við það að þú sért 1,63m á hæð að þá ættir þú að vera á bilinu 50-66 kg samkvæmt BMI stuðlinum að minnsta kosti.  Formúlan er þyngd í kg deilt í hæð (í metrum) í öðru veldi.

BMI =
mass (kg)
 
height2 (m)

 

En það er auðvitað ekki hægt að líta einungis á BMI stuðulinn til að meta eigin heilbrigði. Stuðullinn metur aðeins hæð og þyngd. Ekki vöðva eða önnur atriði tengd líkamanum.
Til dæmis ef þú ert að stunda líkamsrækt og lyftingar og ert því með aukinn vöðvamassa, þá er það ekki metið í  BMI stuðlinum og þú virðist þá vera of þung miðað við hæð. Þá er BMI stuðullinn ekki að virka fyrir þig eins og hann ætti að gera.

Mikilvægt er að hreyfa sig 3 sinnum í viku amk 1 klst í senn. Einnig að borða hollan og góðan mat og forðast hvítan sykur, skyndibita og almennt það sem kallast óæskileg næring fyrir líkamann.

BMI er ágætis stuðull til að styðjast við að einhverju leiti, en auðvitað þarf maður að horfa á hann með tilliti til margra annarra þátta.

Vona að þetta svari þinni spurningu.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.