Þyngd eftir meðgöngu

Núna þyngdist ég um 12 kg þegar ég varð ófrísk en núna er barnið 7 vikna gömul en ég hef ekki lést um eitt gramm . Ég borða ekki óholt bara einusinni á diskinn og um það bil 5 sinnum á dag , fer út að ganga á hverjum degi .

kv

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Til hamingju með nýja barnið.

Þú skalt ekki vera að hafa neinar áhyggjur af kílóafjölda á næstunni, það er margt sem er að hafa áhrif á likamann þinn núna eins og til dæmis brjóstagjöf. Það sem skiptir mestu fyrir þig varðandi líkamsformið er að gera það sem þú ert að gera, borða hollt og fara út að ganga.  Njóttu þess að vera með barninu þínu, hlustaðu á líkamann og slepptu alveg vangaveltum um kíló að sinni.

Gangi þér vel