Þykkildi

Góðan dag ég hef verið að lenda í því að fá þykkildi í fætur og hendur. Þetta kemur aðalega ef ég hef verið að erfiða eitthvað. En núna til dæmis er ég með frekar stóran hnúð á utanverðri ilini á hægri fæti en hann bara myndaðist í kvöld án þess að ég væri að erfiða neitt. Það er frekar sárt að stíga í fótinn og um daginn var ég að vinna í garðinum og stakk upp smá torf og um kvöldið keyrði konan mig inn á læknavakt því ég gat varla labbað, en mér var sagt þar að þetta væru bara bólgur og að ég ætti að fá mér Ibufen og láta einhvern annan um að stinga upp torf næst. Það er mjög erfitt að fara með þetta til læknis því þetta kemur og fer. Ég væri mjög þakklátur ef ég gæti fengið einhver svör við þessu.
Með fyrirfram þökk

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Líklega er þetta einhver bólga við smáliðina í höndum og fótum. Mér dettur helst í hug að þetta geti verið einhver gigtareinkenni. Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá lækni og láta skoða þig og rannsaka með það í huga.

Gangi þér vel