Þvagláts vesen

Ég er 43 ára karl og er heilsuhraustur , fyrir ca viku fór að bóla á þvi að ég átti erfitt að pissa á kvöldin (tæma alveg blöðruna) hef vaknað á nóttuni og það er misjafnt hvað bunan er sterk næturnar eru misjafnar , það kemur enginn sársauki eða þannig lagað við þvaglát lítið mál yfir daginn þar sem bunan er sterkt , ég er þokkalega duglegur að drekka vatn yfir daginn.

 

Sæll

Takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta vandamál sem þú ert að lýsa getur stundum verið tengt blöðruhálskirtli en erfitt er að meta slíkt án læknisskoðunar. Ég ráðlegg þér því að hafa samband við þinn heimilislækni til þess að kanna þetta frekar.

 

Gangi þér vel