Þvagfærasýking

Spurning: Ég er búin að vera með tíð þvaglát í rúma viku og það svíður þegar ég pissa og pissið er illa lyktandi en ég er stödd á lítilli eyju erlendis með nánast engri læknisþjónustu, hvað get ég gert? Gæti þetta verið þvagfærasýking? Ef svo er hvað á ég að gera í þvi?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni sem þú lýsir eru einkenni þvagfærasýkingar sem þarf þá að meðhöndla með sýklalyfjum.  Ef ekki eru afgreidd sýklalyf  þar sem þú ert  getur þú notað húsráð eins og trönuberjasafa eða hylki,ferskir ávaxtasafar, sítrónusafi og drekka vel af vökva,2 lítra yfir daginn. Turmerkik og önnur bólgueyðandi náttúrulyf gætu líka hjálpað eitthvað þar til þú kemst á sýklalyf.

 

Gangi þér vel.