Þvag

Góðan dag. Hvað er til ráða þegar bunan er léleg og/eða kemur seint? Það er að segja þegar krafturinn er minni en var? Með fyrirfram þökk.

Mbkv

sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki óalgengt að þvagbunan verði kraftminni eða láti á sér standa með hækkuðum aldri karla. Algengasta orsökin er stækkun á blöðruhálskirtlinum. Stækkunin er eðlileg í flestum tilfellum og þarf ekki að merkja neitt illt (góðkkynja) en þar sem þetta er greinilega farið að trufla þig mæli ég með því að þú ráðfærir þig við þinn heimilislækni.

Ég set með tengil á ágætis umfjöllun um blöðruhálskirtilinn og góðkynja stækkun á honum sem gæti mögulega komið þér að gagni.

gangi þér vel