Þurrkur og bólgur í kringum augun

Ég hef lengi verið með ofnæmi fyrir köttum og greni sem lýsir sér í því að svæðið í kringum augun þrútna og bólga myndast.
Nú er ég búin að vera með í nokkurn tíma eitthvað líkist slíkum ofnæmisköstum án þess þó að hafa verið nálægt köttum eða greni.
Fékk steralyf sem slær á þessa bólgu þegar ég hef notað það en síðan brýst þetta alltaf út aftur.
Nú er ég að velta fyrir mér hvort möguleiki er á því að AloeVera plantan gæti valdið slíku ofnæmi hjá mér því að stuttu áður en þetta byrjaði hafði ég keypt slíka plöntu?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er til að einstaklingar þola ekki Aloe vera en það er meira vegna inntöku eða áburða sem það kemur fram. Ég myndi prufa að fjarlægja plöntuna af heimilinu og sjá hvort það breyti einhverju. Ef það gerir það ekki að þá mæli ég með því að þú skoðir einhver önnur efni eða aðrar breytingar hjá þér þar sem þú virðist vera viðkvæm fyrir ofnæmisvöldum.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.