Þurrkur í vörum

Þurrkur í vörum þegar ég fer að sofa , eins og varirnar límist saman

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Varaþurrkur er yfirleitt einkenni um að ekki sé verið að drekka nægailega vel af vatni.

Prufaðu að auka vatnsinntökuna þína í nokkra daga, það tekur líkamann smá tíma að aðlagast og jafna sig og svo ætti þetta að vera úr sögunni.

Önnur ástæða getur verið aukaverkun lyfja en sum lyf geta valdið munnþurrki. Ef þú ert á einhverjum lyfjum skaltu lesa þér til eða spyrja lækninn þinn.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur