Þurr legháls.

Halló
Þurr legháls af hverju og hvað er hægt að gera?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið ýmsar orsakir fyrir þurrki í leggöngum, t.a.m. hormónabreytingar  sveppasýking og ýmsir sjúkdómar.

Meðferðin fer eftir orsökinni og mikilvægt er að finna út hver hún er til þess að fá rétta meðferð, en algengast er að nota sleipiefni og svo er til svokölluð staðbundin hormónameðferð sem hægt er að kaupa í lausasölu í apoteki.

Gangi þér vel