thurr hósti og brjóstsvidi

thurr hósti og brjóstsvidi, er eitthvad samband tharna á milli.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þau einkenni sem þú ert að nefna geta tengst bakflæði og vert að skoða betur í samráði við heimilislækni eða meltingasérfræðing. Ómeðhöndlað bakflæði getur leitt til þess að magasýra lekur upp í háls og ertir þar slímhúð sem svo veldur særindum í hálsi eða hósta. Læt fylgja með smá upplýsingar um bakflæði til fróðleiks.

Gangi þér/ykkur vel.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=924

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/568546/

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.