Þurkur í hársverði

Ég hef verið að kljást við mjög mikinn þurrk í hársverðinum í tæpt ár og er
búin að prófa allskonar shampó, þar með talin sveppashampó og Locoid en það blossar alltaf upp aftur?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er leiðinlegt að heyra hversu slæm (ur)  þú hefur verið í hársverðinum og hversu þrálátt þetta hefur verið.

Mikill þurrkur í hársverði og hári er oftast nær rakaskorti að kenna, excemi eða samblandi af þessu tvennu.

Ég get mér til að þú hafir verið greind (ur)  með excem hjá lækni þar sem þú segir að þú hafir fengið Locioid steralausn til að bera í hársvörðinn, en það er lyfseðilskylt.

Sveppasjampó og Locoid steralausn hafa greinilega ekki dugað, þar sem þetta blossar alltaf upp aftur og aftur.

Stundum þarf að prófa sig áfram en það eru til ýmis önnur lyf við þessu.

Ég ráðlegg þér eindregið að hafa samband við heimilislækninn þinn og fá hann til að skoða hársvörðinn vandlega og finna þá meðferð sem hentar þér best og er ég alveg sannfærð um að þið finnið lausn á þessum hvimleiða kvilla.

Gangi þér vel.

Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.