Þungur hjartsláttur

Góðan dag.
Þegar ég legst flatur niður ( í sófa eða í rúmið ) þá þyngist hjartslátturinn ansi mikið ( en er annars bara fínn). Það er eins og hjartað eigi í erfiðleikum með að slá, sem er mjög óþægileg tilfining. Mér finnst ég finna fyrir því þegar hjartalokurnar opnast og lokast og er bara bíða eftir því er hjartað hættir að ráða við að pumpa, svo miklir eru erfiðleikarnir.

Ég er 34 ára gamall, er á lyfinu Risperidon.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Í fylgiseðli með lyfinu Risperidon sem má finna hér kemur fram eftirfarandi um mögulegar aukaverkanir:

Óeðlileg rafleiðni í hjarta, fall á blóðþrýstingi þegar staðið er upp, lágur blóðþrýstingur,
svimatilfinning þegar skipt er um líkamsstöðu, óeðlilegt hjartsláttarlínurit, óeðlilegur
hjartsláttur, hjartsláttarónot, aukinn eða minnkaður hjartsláttur.

Það er ekki ólíklegt að þú sért að finna fyrir aukaverkunum af lyfinu. Þú skalt hafa samband við þann lækni sem ávísaði þér lyfinu og ráðfæra þig við hann.

Gangi þér vel