þungt fyrir i lungun er asmaveik held að þetta se að versna veit ekki hvað eg get gert ?

hæhæ eg er farinn að finna fyrir mjog miklum óþægindum i halsinum þegar eg anda þá byrja eg að verkja rosalega i lungunn eins og það se eitthvað i gangi hja þeim og ekkert virkar buin prufa taka púst enn samt finn eg enn fyrir miklum þunga i lungunum og klæjar oft i halsinn og finn stundum obragð i halsinum hvað getur þetta verið ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þú ert að lýsa einkennum sem geta bæði verið vegna astma eða sýkingar.  Þú nefnir að þú hafir prufað púst sem segir mér að þú eigir við undirliggjandi vanda í lungum að stríða. Mögulega þarf að auka við þig pústin eða breyta þeim eða þú þarft önnur lyf.

Hafðu samband við lækni og fáðu nánari skoðun og aðstoð

Gangi þér vel