þunglyndislyf


Ég er á trileptal vegna flogaveiki en ég er líka með öll einkenni þess að vera þunglynd. Læknirinn sagði mér hinsvegar að það væru engin þunglyndislyf sem væri hægt að nota með trileptalinu og ég bara hef ekki mikla trú á því að það sé rétt. Að annað hvort sértu flogaveikur eða þunglyndur. Er eitthvað sem hægt er að nota með bara svona til að hafa á bakvið eyrað.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru til þunglyndislyf sem hægt er að taka með trileptal en stundum þarf að auka skammtinn á trileptal þegar byrjað er á geðdeyfðarlyfjum. Best er fyrir þig að ræða við geðlækni sem getur fundið út úr þessu með þér.

 

Gangi þér vel.