Þreyta úthaldsleysi slappleiki

Þegar eg fer að sofa þa vakna eg með með dofa i hondum og stingi i puttunum.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Líklega er skýringin á því að þú vaknir með dofa í útlimum en ekki úthvíld/ur tengd svefninum þínum eða svefnvanda.

Kæfisvefn getur mögulega verið undirliggjandi ástæða. Þú getur lesið þér betur til um kæfisvefn HÉR

Ég hvet þig til þess að heyra í heilsugæslulækni og fá nánari skoðun og aðstoð með þetta vandamál

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur