þrálátur verkur við kjálkaliðamót sem leiðir upp í höfuð

Faðir minn  hefur verið með þrálátan verk vinstra megin við kjálkaliðamót sem veldur miklum höfuðverk, byrjaði fyrir ca ári og hefur verið að aukast mikið. Hann hefur látið skoða þetta með sneiðmyndartöku talað við nokkra lækna sem fundu ekki neitt fór síðan til tannlæknis sem tók mynd af neðri gómnum sem fann heldur ekki neitt.. myndirnar sýndu ekkert sem gætu orsakað verk en verkurinn hefur verið að aukast mikið og veldur mjög miklu svefnleysi vanknar oft á nóttinni hefur ekki náð að sofa mikið í ca ár

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þið verðið að halda áfram að vera í sambandi við lækni/tannlækni þar til orsökin finnst.  Þá gildir að halda áfram að leita. læknarnir halda jú að allt sé komið í lag ef þeir heyra ekkert frá ykkur.

Gangi ykkur vel