Þol

Hæ,

Fyrir sirka 4 mánuðum byrjaði ég að finna fyrir skyndilegu falli í þoli. Ég er 28 ára karl og nýhættur að reykja, eftir 11 ár af reykingum, en reykti þegar þetta kom upp. Ég hef verið með frekar djúpan hósta í sirka 8 mánuði og jafnvel kúgast þegar verstu hóstaköstin koma upp eða sirka 2x eða oftar í viku. Hef fundið fyrir eitthverju hæsi líka. Aðal áhyggjuefnið er þó þetta skyndilega fall í þoli hjá mér, ég verð allt í einu andstuttur við að labba upp stiga, sem var ekkert vandamál áður hjá mér. Er þetta tilefni til að láta að kíkja á þetta eða á mér eftir að vera sagt að halda bara áfram að hreyfa mig?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur tekið líkamann ótrúlegan tíma að hósta upp öll sem safnaðist fyrir í lungum á meðan reykt var. En ástæðan fyrir þolmissi er eitthvað sem þú ættir að tala um við heimilslækni.

Gangi þér vel