Þindarslit/mataræði

ÞINDARSLIT

Varðandi MATARRÆÐI:
Á maður að forðast kosýrt vatn? Og alla kolsýrða gosdrykki (sem orsaka oft ropa)?

Er í lagi með lýsis inntöku (fita í lýsi)?
Hvað með brauð með mikið af kornum í ? Og hafragrautur?

Fyrirfram TAKK

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Engar sérstakar ráðleggingar eru varðandi mataræði einstaklinga með þindarslit. Það er afar persónubundið hvað fólki finnst valda einkennum og versnun á þeim.

Þú skalt endilega fara eftir eigin upplifun og hlusta á það sem líkaminn segir þér en um leið gæta þess að hafa fæðuna fjölbreytta og fá öll nauðsynleg vítamín og bætiefni.

Þú getur líka stuðst við mataræði sem einstaklingum með vélindabakflæði er ráðlagt en hafðu samt í huga að það er líka afar persónubundið hjá þeim einstaklingum hvað þeir upplifa.

Þú getur lesið þér til um þær ráðleggingar hér

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir. hjúkrunarfræðingur