Þetta mánaðarlega

Góða kvöldið. Ég er 24 ára gömul að renna í 25 ára aldurinn Ég hef verið oft með á huga minum en ekki haft pening á milli handanna í langann tíma til að geta látið tékka á þessu en málið er með Blæðingarnar, þetta mánaðarlega.
Ég keppi í fitness, ég var með átröskun frá 12 ára aldri til 20 ára. Ég fór síðan á túr samt sem áður þegar ég var um 18/19 ára gömul. En síðan um þegar ég var að verða 21 árs þá hætti það að koma, en kom samt alltaf aftur þegar ég fór í 16 % fitu eða ofar , þannig ég kunni alveg a minn líkama og vissi hvernig hann virkaði…en seinustu 2 og hálft ár til 3 ár þá hefur ekkert gerst og er ég ábyggilega um 23 % fitu núna og ábyggilega um 67 kg og 1.59 cm á hæð. Ég hef ekkert farið á túr í 3 ár, og stundum hef ég áhyggjur en stundum vil ég ekki hugsa um þetta. ég hef verið að leyta mér upplýsingar á netinu um hitt og þetta afhverju þetta er svona hjá mér. Veit að mínu nánustu eru hugsir til mín með þetta og mig langar að vita hvort eða afhverju þetta er svona. 3 ár í mínum huga er alltof langur tími í að vera alveg algjörlega stopp í þessu mánaðarlega.

Afhverju þetta er, hvað get ég gert, hvað á ég að gera ?

 

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Það kemur ekki fram hvort þú ert á getnaðarvörnum eins og pillunni eða lykkjunni sem hafa áhrif á blæðingar. Það er þekkt að miklar æfingar geta haft áhrif á hormónabúskap og dregið úr estrógenframleiðslu. Það er rétt að 3 ár er allt of langur tími að vera án blæðinga án þess að láta rannsaka það. Þú þarft að fara til þíns heimilislæknis sem getur látið mæla hormónagildin þín. Lækkun á estrógen hefur m.a. óæskilegar áhrif á beinþéttni sem getur orðið alvarlegt heildufarsvandamál þegar konur eldast.  Samkvæmt gjaldskrá heilsugæslunnar kostar koma á dagvinnutíma 1200 kr og rannsóknagjald er um 2300 kr.

 

Gangi þér vel.