þegar lýgi er orðin að vandamáli

ég er gift manni sem ég hef verið með í 10 ár, Þannig er mál með vexti að hann rosalega tví, þrí, fjórsaga…

Ég og fleiri upplifum það að hann segir bara það sem að hann heldur að viðkomandi vilji heyra og man ekkert hvað hann sagði x en segir annað við y og svo þegar að x og y tala saman og bera saman bækur sýnar og ræða svo við hann að þá verður hann fúll, reiður eða vill ekki ræða málin eða þá að hann segir ég sagði þetta við x og líka við þig y… þetta er bara svona allskonar hjá honum

Þetta byrjaði svona smátt og smátt og nú hefur þetta aukist alveg rosalega. í dag finnst mér hann bara segja eitthvað, oft eru þetta „hetju“ sögur úr vinnuni, segist hafa sagt þetta eða hitt við einn eða annan en það sem ég þekki hann þá myndi hann aldrei segja svona, eða hafa kjarkinn til þess. Svo er þetta einnig orðið þannig að ég veit bara ekkert hvenar hann er að segja satt eða ekki, þetta þarf ekki að vera merkilegt, t.d hvenar hann á að mæta í vinnuna, hvort að hann hafi tannburstað barnið, eða hvort að hann hafi lesið fyrir það fyrir svefninn, eða bara næstum hvað sem er… hlutir sem skipta akkúrat engu máli, finnst þetta orðið þannig að hann viti bara ekkert hvenar hann er að segja satt eða ósatt og hver tilgangurinn með því er. Stundum líður mér þannig að hann sé að reyna að vera „vondur“ við mig andlega, stundum til að upphefja sjálfan sig, stundum bara í algjöru tilgangsleysi…

Mér finnst þetta orðið svo mikið að ég held að það sé kominn tími á aðstoð.

Ég veit ekki hvert ég get leitað, eða við hvern ég get talað eða hvernig ég get rætt þetta við hann án þess að hann verði hrikalega reiður og hóti jafnvel að skilja við mig. Mig langar að geta hjálpað honum, en hvernig get ég það?

VINSAMLEGAST hafið þetta naflaust

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ljóst að þú breytir ekki hegðun hans án þess að hann viti eða vilji það. Fyrsta skrefið er alltaf samtal, en mögulega þarf það að fara fram með einhverjum „hlutlausum“ aðila. Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá fjölskylduráðgjafa, sálfræðingi eða prestinum ykkar og biðja hann um að koma með þér og ræða málin.

Gangi ykkur vel