Þarf alltaf að pissa

Góðann daginn,

Ég er með þessa tilfinningu að ég þurfi endalaust að pissa og með verki, og þegar að ég fer að pissa þótt að ég sé ný búin að pissa þá meiðir það og þarf ekkert að pissa. Er búin að vera svona í u.m.b. 3 vikur. Hvað er þetta?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Einkennin sem þú lýsir  hljóma mjög líkt því að um þvagfærasýkingu sé að ræða. Þú þarft að heyra í lækni og skila þvagprufu til að fá úr því skorið hvort svo sé og ef svo er þarftur sýklalyf.

Hér getur þú skoðað fræðslumyndband á íslensku

Gangi þér vel