Testósterón skortur

ég er 26 ára og þjáist af testósterónskort. er vel undir lægstu gildum í mælingum
ég hef verið í meðferð við því hjá heimilis lækni í rúm 2 ár núna.
hún felst í því að ég er sprautaður með testósterón’inu Nebido ( forða testi ) á 3 mánaða fresti.
mér fynst það bara ekki virka nægilega mikið.
sem lýsir sér þannig að ég eftir 4-6 vikur fynn ég áhrifin þverra hratt og örugglega.
mín spurnig er. eru ekki til einhver önnur ráð við þessu ( þ.e.a.s önnur meðferð heldur en nebido á 3 mánaða fresti ). og hvernig serfræðing er best að tala við

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru til nokkrar leiðir við að meðhöndla testósterónskort en sprautumeðferð með Nebido er sú sem mest er notuð og er talin vera sú áhrifamesta. Mögulega þarftu að fá lyfið með styttra millibili til að halda testósteróngildunum uppi. Þvagfæralæknar eru þeir sérfræðingar sem hafa meðhöndlað þetta vandamál en innkirtlasérfræðingur ætti líka að geta hjálpað þér. Þú ættir að panta þér tíma hjá sérfræðingi til að fá betri skoðun og ráðleggingar um meðferð í þínu tilfelli.

Ég læt fylgja með ágætis bækling með fróðleik um testósterónskort sem vonandi gagnast þér.

Gangi þér vel