Testósterón própiónat

Góðann daginn,

Mig langaði að forvitnast aðeins um inntöku á Testósterón própiónat

Hvernig er það eyðillegur það fyrir manni sæðið ef maður er að reyna eignast barn ef maður er með svona í likamanum? Getur þú frætt mig aðeins um þetta lyf?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Testosterón própionat tilheyrir svokölluðum vefaukandi sterum. Mikið hefur verið rætt og skrifað um þá og vísa ég hér  í svar sem áður hefur birst á vefnum okkar.

Þar kemur m.a. fram :

Vefaukandi sterum má skipta gróft niður í tvo flokka:

1) lyfjum sem er sprautað í vöðva og innihalda oftast testósterón og

2) lyf sem eru tekin inn sem töflur og innihalda oftast efni sem eru skyld testósteróni.

Ekki er munur á aukaverkunum þessara tveggja flokka og eru ýmsar vel þekktar:

Kynfæri: 
Hjá karlmönnum dregur úr myndun sæðisfrumna eða hún stöðvast alveg og eistun minnka. 

Gangi þér vel