Testersteron skortur

Góðan daginn.

Ég undirritaður er rúmlega 52 ára karl og hef talsverðar áhyggjur af minnkandi kyngetu og rýrnunar kynfæris. Hef ég lesið að þetta sé mjög eðlilegt, vegna minnkandi Testersteron framleiðslu líkamans.

Þannig er að ég fór í sáðrásarrof fyrir 6 til 8 árum, man það ekki nákvæmlega, og hef ég séð eftir því alla tíð síðan. Litlar sem engar upplýsingar (kunni ekki að spyrja réttu spurningana) fékk ég hjá skurðlækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Allavega held ég að ég hefði ekki gert þetta ef mig hefði órað fyrir afleiðingunum og held ég að margir séu á sömu skoðunog hafi svipaða reynslu og ég af þessu.
Þetta er allt á niðurleið og mér finnst það fullsnemmt því aldurinn er ekki hár og ekki ástæða til að fara að hætta kynlífi.
Nú er ég búinn að afla mér mikils fróðleiks á netinu og hef samt sem áður nokkrar spurningar um úrræði.  Ég veit náttúrulega af Viagra og svoleiðis en langar til að spyrja um annað.

Læknirinn sagði mér þó að það væri hægt að tengja aftur og taka inn hormónalyf þó að árangur til barneigna væri í flestum tilfellum mjög takmarkaður.  Það er ekki það sem ég hef áhyggjur af, enda á ég mín 3 uppkomin börn og langar ekki í fleiri heldur það;
Að ef það yrði tengt aftur, hvað myndi gerast?

  1. Myndi testersteron framleiðsla byrja aftur?

Þar með myndi kannski löngun og stærð ganga í endurnýjun lífdaga. 🙂

  1. Á ég að taka inn hormónalyf (testersteron) ?   Nú eru til allavega testersteron boost lyf (allavega erlendis) sem karlmenn eru að taka inn. Er eitthvað af þeim í lausasölu hér á landi?
  2. Við hvern á ég að tala við í sambandi við að fá þau ( heimilislækni, þvagfæraskurðlækna eða kynsjúkdómalækna?
  3. Koma einhver önnur lyf til með að getað styrkt mig núna,  Zink, járn eða eitthvað annað?

Virðingarfyllst

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ófrjósemisaðgerð karla (vasectomy)  eða herraklipping þar sem klippt er á sáðleiðara á ekki að hafa nein áhrif á hormónaframleiðslu né leiða til ristruflana. Þú getur fengið góðar upplýsingar hér og hér

Þú skalt endilega vera í sambandi við þvagfæralækni með þessi einkenni til þess að fá frekari geiningu og  meðferð

Gangi þér vel