Tannrótarsyking sem leiddi til hita

Ég for til tannlæknis fyrir 3 dögum í rótarlagfæringu þar sem skemmd hafi myndast og griðaleg tannpína.
Nuna eru 3 dagar liðnir og tannpinan horfin en aftur a moti hef eg verið með verk uppi i tannholdinu eftir aðgerðina sem eg tel vera eðlilegt.
Nuna i nótt þá hrundi eg niður og er kominn með 39 stiga hita, svakalegan þrysting bak við augun, hausverk, illt i gagnauga og finn fyrir miklum sljóleika.
Gæti þetta verið syking frá tannholdi sem er að mynda þrysting eða jafnvel hita?

Takk fyrir fyrirspurnina

 

Það er alveg möguleiki að þetta tengist rótarlagfæringunni, en þetta gæti líka verið einhver umgangspest. Ég vil því ráðleggja þér að hafa samband við tannlækninn þinn eða leita til annars læknis og láta skoða þig. 

 

Gangi þér vel