Tannpína og tannlæknar finna ekkert að tönnum.

Ég er með hvimleiðan tannpínuseyðing og farið til tveggja tannlækna. Þeir finna engar skemmdar tennur. Hvað getur valdið? Ég hef verið með langvarandi stirðleika ( vöðvabólgu ) í hálsi og herðum, finn til milds höfuðverks. Getur verið að það hafi þessi áhrif á tennur?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Leitt að heyra að tannlæknir finnur ekki orsökina við þessum verkjum. Ráðlagði hann þér að fara annað? Ef tannlæknir metur að orsökin sé ekki tengd hans sviði þá hvet ég þig til að fara til heimilislæknis sem getur skoðað aðrar hugsanlegar ástæður. Vöðvabólga getur valdið leiðniverk út í tennur en þá er hún komin á það stig að þú þarft væntanlega aðstoð.

Mjög erfitt er að meta orsök verkja gegnum netið og hvet ég þig til að leita til fagaðila sem getur skoðað þig.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur