Tannholdsbólga

Sæl(l) fyrir nokkurm dögum fór ég að vera var við bólgu. Eftir það fór ég að taka mig tak bursta betur og nota þráð og munnskol jafnvel 2svar á dag. En samt er eins og bólgan versni tallhold gengur ofar í góm.
Virkar næstum eins og einhverskonar sýking en er ekki viss.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ekki er ólíklegt að þú sért með tannholdsbólgu en fyrstu einkenni eru þrútið og dekkra tannhold,blæðing við tannburstun eða annað áreiti og andremma. Síðar koma einkenni þar sem tannhold færist upp,tannsteinn myndast,tennur geta jafnvel færst til og bil myndast milli tanna. Meðferð felst fyrst og fremst í góðri tannhirðu,bursta tvisvar á dag og nota tannþráð eins og þú ert að gera en jafnframt er meðhöndlun hjá tannlækni líka nauðsynleg. Ég mæli því með að þú fáir tíma hjá tannlækni sem fyrst metur tannholdið og meðhöndlar.

 

Gangi þér vel.