Sykursýki og amfetamín

Hæhæ

Ég þekki unga konu sem er með sykursyki, s.s hún fæddist með sykursýki og þarf að taka insúlín reglulega. Nú langar mig að spyrja, hvað er það sem gerist þegar sykursjúkir nota amfetamín?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Amfetamin er örvandi efni og það sem gerist þegar það er tekið inn er að efnaskiptahraðinn eykst, auk þess sem viðkomandi er líklegur til að fá mikla hreyfiþörf eða útrás. Þetta veldur því að blóðsykurinn getur fallið mjög skyndilega sem getur verið lífshættulegt ástand fyrir einstakling með sykursýki. Undir áhrifum örvandi efna er viðkomandi líka liklegri til að taka ekki eftir eða hunsa þau einkenni sem hann vanalega finnur þegar blóðsykurfall verður en þetta getur endað með meðvitundarleysi og/eða krampa og dauða ef ekki er brugðist við. Einstaklingur með sykursýki sem neytir amfetamíns er því að setja sig í mikla hættu.

Gangi þér vel