Sýkingar

Hæ hæ!! Ég fékk heimakomu á olnbogan um daginn sem betur fer er hún farinn en Mér langar að spyrja afhverju er hættara að fá sýkinguna aftur á sama svæði? á þetta við um allar sýklategundir og staði líkamans ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ástæðan getur verið sú að vefurinn á þeim stað í húðinni þar sem sýkingin kom, nær sér ekki að fullu og verður veikari fyrir. En þetta á ekki við um aðra staði á húðinni, aðeins fyrri sýkt svæði.
Ef fólk fær alvarlegar sýkingar, t.d í lungu, þá getur vefurinn verið lengi að ná sér og þ.a.l. hættari á endurteknum sýkingum. Skoða verður hvert dæmi fyrir sig.

Gangi þér vel.