Svuntuaðgerð

Gott kvöld.

Ég fór í svuntuaðgerð árið 2010 og gekk svona bærilega. Þetta var mjög erfiður tími og var lengi að jafna mig en núna ennþá í dag finnst mér óþægilegt og eiginlega bara vont þegar ég ýti eða pota í magavöðvana, svona eins og ég sé ennþá smá aumur. Er þetta alveg eðlilegt?

Með þökk,

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Afar einstaklingsbundið er hversu lengi og hversu vel fólk jafnar sig en þú ættir að vera búinn að jafna þig á svona löngum tíma.

Ég ráðlegg þér að hafa samband við lækninn og fá skoðun og mat á því hvað geti verið að valda þessu og viðeigandi meðferð.