Sviti

Er hætta á að maður svitni meira en vanalega þegar maður tekur inn declomax ráðið 50mg þrisvar á dsg

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég finn ekkert lyf með þessu nafni en mögulega er átt við Diclomex. Það er lyf sem er notað við verkjum hjá gigtarsjúklingum.

Í fylgiseðli lyfsins kemur þetta m.a. fram „Aukaverkanir eru yfirleitt skammtaháðar og breytilegar frá einum sjúklingi til annars. Hættan á magablæðingu (sári, skemmd á slímhúð, bólgu í magaslímhúð) er sérstaklega háð skammtastærð og tímalengd notkunar.“

Þú getur lesið þér betur til um lyfið hér

Ég mæli með því að þú ræðir þessi einkenni við lækninn þinn

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfærðingur