Sviti

Ég þjást af svokölluðu Hyperhidrosis sem kemur fram næstum eingöngu í andliti. Ég svitna aldrei undir hönudum, og þetta virðist eingöngu að vera þar. Þetta er mjög svo félagslega hyndrun í daglegu lífi.
Hvað er til ráða?

Bkv
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég veit ekki hversu vel þú getur nýtt þér fróðleik á ensku en set samt sem áður tengil á áreiðanlega grein hér um þennan sjúkdóm sem inniheldur bæði umfjöllun um eðli og mögulegar ástæður fyrir sjúkdómnum en einnig hvaða meðferð er í boði.

Þarna er meðal annars rætt um lyf, krem og mögulega botox fyrir þá sem hafa þennan sjúkdóm í andliti.

Ég ráðlegg þér að lesa þetta vel og fá aðstoð við að þýða þetta ef þú skilur ekki ensku og ræða svo við þinn sérfræðing

Vonandi kemur þetta að gagni

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur