sviti

Í mörg ár hef ég átt það til að svitna mikið þegar ég sef. Ég svitna það mikið að ég verð stundum að þurka mig með handklæði hátt og lágt. Það verður að skipta um öll rúmföt og ekki er hægt að ligga þeim meginn í rúminu það sem eftir er nætur. Þetta er það mikill sviti að ég er hreinlega á floti.Þetta er mjög óþægilegt og hefur varað svona í mörg ár með hléum á milli sem betur fer. Ég hef nefnt þetta við heimililækni en aldrei fengið svör.
Með fyrifram þökk um góð svör.
kveðja,
Heppinn

 

Takk fyrir fyrirspurnina.

Óeðlilega mikil svitamyndun getur orsakast af ýmsu en hægt er að greina einkenni í tvo flokka. Annars vegar er það staðbundin óeðlileg svitamyndun sem hrjá allt að 1-3% mannkyns. Svitamyndun er þá bundin ákveðnum stöðum eins og höndum,fótum eða holhönd. Þessi einkenni eru hættulaus en hvimleið fyrir viðkomandi. Hins vegar er það  óstaðbundin/almenn svitamyndun þar sem allur líkaminn svitnar og eru þá yfirleitt birtingamynd á einhverju öðru ástandi t.d. sykursýki,truflun á skjaldkirtli,gigt,hjartavandamálum, tíðahvörfum,kvíða o.fl. Það er full ástæða til að rannsaka undirliggjandi orsök svo mikils nætursvita og hvet ég þig að fara aftur með einkenni til læknis og fá blóðprufur með t.d. skjaldkirtilspróf.

 

Gangi þér vel