Svitalykt á Barni

Mig langar að vita hvort það sé eðlilegt að 6.ára barn geti svitnað og það komii lykt eða er þetta eitthv sem maður ætti að hafa áhyggjur af ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Aukin svitamyndun og um leið sterkari svitalykt byrjar fyrir kynþroska hjá börnum, venjulega þegar þau eru u.þ.b. 8-10 ára. Þannig er þetta heldur snemmkomið hjá 6 ára barni er þarf ekki að vera óeðlilegt heldur er barnið mögulega líkamlega bráðþroska. Það sem þú getur gert er að kenna barninu góðar hreinlætisvenjur eins og að:

Fara í sturtu daglega til þess að draga úr þeim bakteríum á húðinni sem eru orsök svitalyktarinnar.

Fara í sturtu eftir líkamsrækt eða aðra áreynslu þar sem svitinn verður mikill.

Kenna barninu að þvo sérstaklega þá staði þar sem svitinn safnast fyrir svo sem undir höndum, nára og fætur

Fara daglega í hrein nærföt og sokka

Svitalyktareyði er ekki mælt með að nota fyrir 10 ára aldur.

Ef þig grunar að eitthvað óeðlilegt sé að skaltu endilega ráðfæra þig við lækni.