svitaköst !

Halló
Ég er 37 ára of á það til að fá svakaleg svitaköst, stundum finnst mér ég hreinlega komin á breytingaskeiðið aðeins of snemma, Ég hef alltaf verið með einhverskonar hormónabrengl, en ég vakna oft í svita baði og þarf suma daga að skipta um boli og fylgir þessu svitafýla lika. Ég var á piillunni Diane Mite í nokkur ár, fékk hana útaf bóluveseni sem lagaðist alveg og minni búkonuhár á efrivör og leið vel á henni en svo fóru svitaköstin að aukast eftir að ég hætti á henni sem ég hélt að allar konur ættu að gera vegna einhverra gallla, þá byrjaði á pillunni Jasmine sem ég hætti svo lika á og er ekki á neinni getnaðarvörn núna. Ég er í áhættuhópi vegna krabbmeins. Amma og Mamma hafa báðar fengið brjóstakrabbamein og hræðist ég það.
Mig langar að vita hvort ég geti ekki farið á lykkjuna eða eh annað,. Hvað myndi mögulega henta mér ? ‘

Með fyrirfram þökk.
Ein í vanda.

P.S ég á tvö börn 17 ára og 6 ára og gekk allt vel á þeim meðgöngum.

Þakka þér fyrirpurnina,

Það er rétt að þú leitir til kvenlæknisins þíns, látir meta það hvaða getnaðarvörn hentar þér, láta óma legið, mæla skjaldkirtilinn og útiloka PCOS (polycystic ovary syndrome)

Gangi þér vel