Svimi

Er með svima allan daginn og ringluð yfir höfðinu slæm ef ég beygji mig niður og hálf slöpp í fótum.  Það er líklega komin vika sem ég er búin að finna fyrir þessu.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja til um hvað hér getur verið á ferðinni.

Mögulega er ólag á blóðþrýstingnum, þú getur verið með lausa kristalla í eyrum, of lág í járni eða eitthvað allt annað.

Þú þyrftir klárlega að fá skoðun og mögulega þarf að taka blóðprufu til þess að komast að hvað veldur.

Í stað þess að giska á hvað er að angra þig mæli ég með því að þú leitir til læknis og fáir úr því skorið hvað hér er á ferðinni.

Gangi þér vel