svimi

Góðan dag.

mig langar að spyrjast fyrir um svima er búinn að vera með svima í eina viku ,þar af lá ég í þrjá daga hálf meðvitundarlaus,á erfitt með að líta til hliðar og mjög vont að beyja mig þá bara hringsnýst allt ,er mjög skrýtinn yfir höfðinu alltaf hálf jafnvægislaus.Með þessu fylgir niðurgangur og lystarleysi.

Með fyrirframm þökk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ýmislegt sem getur valdið þér svima og oftast er orsökin eitthvað einfalt svo sem þreyta, ofþornun eða vökvaskortur, hár blóðþrýstingur  og svo er til sjúkdómur sem heitir Völundarsvimi eða Meniere.

Leitaðu læknis og fáðu skoðun og mat á því hvað sé hér á ferð svo þú fáir rétta meðhöndlun.

Gangi þér vel