Sviði á milli rasskinna

Halló, ég fæ svo oft sviða efst á milli rasskinnanna, stundum kemur jafnvel smá blóð. Þetta er bara alveg á milli þeirra og nær ekki upp á yfirborðið þ.e. sést ekki nema ef rasskinnunum er ýtt í sundur. Það er líka eiginlega alltaf rauð lína alveg á milli rasskinnanna.
Er þetta sveppasýking? Gæti þetta verið exem-tengt?
Hvað ætti ég að gera? Hvaða krem má ég nota á þetta svæði? Myndi hjálpa að nota púður? Mér finnst nefnilega eins og það sé alltaf raki á þessu svæði sem gerir þetta verra.
Með fyrirfram þökk.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

 

Það er mikilvægt að halda húðinni þurri og láta lofta um hana. Allstaðar þar sem eru húðfellingar eins og undir brjóstum, í nára og milli rasskinna er hætta á húðvandamálum ef þess er ekki gætt að halda svæðinu hreinu og þurru. Um leið eykst hætta á sveppasýkingum og öðrum kvillum.  Þú þarft að gæta þess að þvo svæðið daglega með vatni en nota sápu sparlega sérstaklega þegar þetta er aumt. Best er að fara í sturtu. Þurrka þarf svo vel og gott að lofta reglulega yfir daginn t.d. þegar þú þarft að nota baðherbergið. Bossakrem og önnur krem sem notuð eru við bleyjubruna ættu að gagnast þér en þú þarft að muna að þvo það alltaf vel af á milli.  Enn og aftur hreint vatn og loft er það besta.

Gangi þér vel