Sveppur í tánöglum

Augljósasta svarið er að slíkur sveppur smitist en mig langar að vita af hverju líkaminn bregst við með því að láta táneglur sýkjast?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Í flestum tilfellum byrjar sveppur í tánöglum í húð sem síðan flytur sig yfir á táneglur.  Sveppir þrífast í hita og raka og er kjörlendi m.a. á milli táa.  Þaðan getur hann borist í neglur þar sem erfiðara er að uppræta hann.  Til að koma í veg fyrir sveppi í tánögl er best að hindra að hann nái sér á strik á húðinni með góðu hreinlæti. þurrka vel fætur og sérstaklega á milli táa og skipta reglulega um skó svo ekki festi sig raki í þeim eins og vill stundum verða í íþróttaskóm. Viðra skó vel á milli notkunar.  Sár eða rifur á húð auðvelda sveppinum að dreifa sér og því þarf að huga vel að halda húð heillri á fótum og sérsaklega við neglur og vanda sig að skaða sig ekki þegar neglur eru klipptar. Sveppir smitast á milli fólks með snertismiti og eins í sturtu-og búningsklefum og við sundlaugar.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur