Sveppasýking í legöngum.

Góðan dag.
Mig langar að spyrja aðeins út í sveppasýkingu.
Kærasti minn er búinn að vera með útbrot í nára og við hittum lækni sem sagði honum að þetta væri sveppur. hann fékk daktacon sveppaeyðandi krem og hefur verið að bera það á.
Annað þá hef ég fengið núna í tvö skipti sveppasýkingu rétt áður en ég byrja á blæðingum.
Getur sveppur smitast af einstakling útvortis yfir til annars einstaklings innvortis og eru einhver tengsl þess að maður fái sveppasýkingu rétt áður en maður byrjar á blæðingum?

m.b.k.v

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er sjaldgæft að sveppasýking smitist milli rekkjunauta og enn síður frá karli til konu.  Þekkt er að sveppasýking sé algengari fyrir og eftir blæðingar en ekki á meðan blæðingum stendur og tengist það hormónasveiflum í tíðahringunum.

 

Gangi ykkur vel.