Sveppasyking í leggöngum

Hæhæ
Ég byrjaði á pillunni fyrir 17 dögum og fyrir u.þ.b 3 dögum varð ég vör fyrir óþægindum í leggöngum.
Á morgnanna er ég verst en svo lagast það á kvöldin.
Mér liður eins og ég þurfi alltaf að pissa og svíður svolítið við þvaglát. Helduru að þetta sé sveppasýking?
Ef svo er helduru að það sé útaf pillunni?
Hvernig má ég losna við þetta?
Þarf ég þá að hætta á pillunni?
Ef ég hætti á pillunni hvenær má ég þá búast við að þetta hætti?
Og helduru að það virki að skipta um pillu?

Takk, takk

Sæl, þakka þér fyrirspurnina

Lýsingin getur passað við sveppasýkingu, en þetta getur líka verið þvagfærasýking og það er því skynssamlegt að fá skoðun á þvaginu. Ef það reynist rétt þarftu sýklalyf. Yfirleitt fylgir sveppasýkingu kláði, sviði og útferð. Við því er hægt að kaupa stíla í apóteki án resepts. Ég myndi ekki hætta á pillunni strax þar sem þetta þarf ekki að vera tengt. Ef þú færð ítrekaðar sýkingar má skoða það

Gangi þér vel!