Sveppasýking i kringum endaþarm?

Eg hef sterkan grun um að eg se með sveppasýkingu a milli rasskinnana.
Einkennin eru roði og mikill kláði i rassaskoru og eins i nára. Engin kláði i endaþarmi ne leggöngum og engin útferð. Húðin er þurr og viðkvæm.
Eg er alla daga, 12-15 tima a dag i nylon sokkabuxum vegna vinnu og þvi fær húðin ekki mikið að anda. Eg er mikið a hlaupum þennan tima og a það til að svitna.

Get eg farið i næsta apótek og fengið krem við sveppasýkingu ?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú getur fengið krem við sveppasýkingu án lyfseðils sem þú berð á tvisvar á dag og roðasvæðið. Ef roði og kláði hverfa ekki leitaðu þá til læknis til að útiloka að annað sé að hrjá þig. Eins þarftu að gæta vel að hreinlæti og halda svæðinu hreinu og  nota annan fatnað sem loftar betur um á meðan þú ert að jafna þig.

 

Gangi þér vel