Sveppasýking á typpi.

Er rúmlega fertugur karlmaður og hef fengið sveppasýkingu áður á kynfærin,ca 5-6 sinnum á löngu tímabili.
Núna hef ég ekki fengið þetta lengi þangað til núna um daginn og er ég ekkert í vafa um að þetta sé sveppasýking.
Þetta varð reyndar frekar mikið núna því að þetta fór út í að öðru megin undir reðurhausnum sprakk húðin og fór að blæða.
Er búin að nota Canesten krem núna í 9 daga, mjög samviskusamlega tvisvar á dag og er orðin góður undir reðurhausnum,og ætla að klára tvær vikur með kreminu.
Eins bar ég í náran Head and Shoulder sjampó og lét liggja á í 10 mín fyrir sturtu því að þar var líka sveppur.
Það sem að ég er mest hissa á að vera komin með sveppasýkinguna aftur núna eftir langana tíma er að ég hef verið í nánast algjöru sykur og hveitibyndindi núna í 6 mánuði.
Það sem er að angra mig núna er að fremst á reðurhausnum í kring um þvagrásina er ég oft rauður og fer út í það að vera örlítill vottur af sviða en ekki kláði samt.
Hef aldrei fundið neinn sviða í þvagrásinni við að pissa en annað slagið einhverskonar stingur þarna fyrir innan,erfitt að lýsa því.
Ég þvæ typpið sjaldan með sápu og ekkert eftir að þetta byrjaði en ef ég er í sturtu og það kemst smá sápa í eða að þvagrásinni þá er smá sviði.
Það hefur aldrei verið nein útferð úr typpinu og engin skán eða annað sem að gæti bent til einhvers kynsjúkdóms.
Ég kemst ekki til læknis strax því að ég er fastur úti á sjó en það er til eitthvað af lyfjum hér.
Svo ef að það er til einhver einföld skýring á þessu yrði það afskaplega vel þegið af mér.

 

Sæll.

Þú hefur brugðist rétt við sveppasýkingunni en erfitt er að segja hvort roðinn við þvagrás sé viðvarandi sveppasýking sem mér þykir þó ósennilegr, frekar að sár hafi komið í slímhúðina eftir meðferðina.  Það er engin töfralausn og á meðan það truflar ekki þvaglát er best að bíða þangað til þú kemur í land og láta þá skoða þetta.  Passa áfram upp á hreinlæti og að ekki þrengi að svæðinu og lofti vel um.

 

Gangi þér vel