Sveppasýking?

Sæl,

Ég er búin að vera á sterkum sýklalyfjum(pensilin) í hátt í tvær vikur, læknirinn sagði mér að konur eiga það til að fá sveppasýkingar á slíkum kúrum. En þannig er mál með vexti að ég hef oft fengið sveppasýkingar í leggöng og læknast það alltaf með pevaryl stíl og kremi.
Núna hinsvegar fór ég að verða aum í snípnum, en ekki leggöngum. Eins og undir hettunni þar. Ég prufaði að lyfta henni upp og þar eru eins og hvítar skellur og roði. Síðan byrjaði mig að klæja þar. Gæti það verið sveppasýking? Ég ss. er búin að vera bera pevaryl krem þar í 2 daga og mér finnst þetta hafa skánað aðeins.
Annað,
Nú í morgun vaknaði ég með eins og pínulítinn skurð sem liggur meðfram snípnum og niður á við. Ég veit ekki hvort ég hafi verið að klóra mér í svefni og hann hafi komið þess vegna.
Getur maður fengið sveppasýkingu á þennan stað? Ég er í föstu sambandi og er búin að lesa mér til um kynsjúkdóma en finnst þetta ekki passa við neitt af því.
Ég tengdi bara 2 og 2 saman vegna sýklalyfjanna.

Sæl og takk fyrir fyrirspurninguna.

Þú er líklega að meta þetta rétt. Haltu áfram að nota sveppakremið og sjáðu hvort þú haldir ekki áfram að lagast en ef ekki ræddu við lækninn þinn  til að fá formlega greiningu og þá rétta meðferð.

Gangi þér vel