Sveppasýking?

Ég held að ég sé með sveppasýkingu, er í lagi að taka lyf við henni, t.d. caneston, þó ég sé ekki alveg viss. Getur eitthvað gerst ef ég tek lyfið og er ekki með sveppasýkingu?

 

Sæl.

Ef þú hefur eftirtalin einkenni er  mjög líklega um sveppasýking í leggöngum að ræða: Aukin hvítleit útferð, getur verið illa lyktandi, kláði, þroti og hitatilfinning. Ef einkenni eru slæm er meðferðin sveppadrepandi lyf og stílar, Caneston eða Pevaryl sem virka staðbundið er tiltölulega örugg meðferð. Stundum þarf ekki meðferð og einkenni hverfa eftir einhvern tíma en ef óþægindin eru veruleg á að vera hættulaust að nota fyrrnefnd lyf sem fást án lyfseðils í apóteki.

 

Gangi þér vel.