Sveppakrem á meðgöngu

Góðan daginn,  ég ætlaði að spyrja einnar spurningar,  mér er búið að klæja alveg helling í pjöllunni eða þarna í kringum og ég er ólétt og mig langaði að vita hvort að ég mætti nota sveppakrem á þetta vegna þess að ég hef fengið þetta áður og ég veit að þetta eru sveppir.  Meiga óléttar konur nota sveppakrem?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ætla að ganga út frá því að þú sért að spyrja um Pevaryl, þar sem það er algengasta sveppakremið í dag. Samkvæmt fylgiseðilinum er mælst til þess að leita ráða hjá lækni áður en kremið er notað á meðan á meðgöngu stendur eða ef viðkomandi sé með barn á brjósti.  eins er tekið fram í fylgiseðlinum að:  Pevaryl má ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema samkvæmt læknisráði. Pevaryl má nota á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur fyrir móðurina vegur þyngra en möguleg hætta fyrir fóstrið.

Þú skalt því heyra í lækni eða ljósmóður áður en þú notar sveppakrem.