Svefnlyf

ég hef tekið fjórðung úr töflu af Imovane í nokkur misseri og langar að hætta þar sem ég á samt sem áður erfitt með að sofna og þarf núorðið oft að bæta við öðrum fjórðungi efftir að hafa bylt mér í kannski tvo til þrjá tíma. Hef reynt að hætt alveg og ekki sofnað í allt að tvær nætur og finnst ástandið komið á það stig að langa að hætta alveg og spyr því hvort nokkur önnur leið sé til sem gefist hafi einhverjum einhversstaðar ?

 

Sæl/ll

Það eru ýmsar leiðir til að bæta svefn fyrir utan svefnlyf ef þú hefur ekki reynt þær áður. Mikilvægt er að huga að svefnvenjum og áreiti, sérstaklega snjalltækjum, tölvuskjám og sjónvarpi. Slíkt ætti ekki að vera í svefnherbergi og ekki að vera í notkun amk 1 klst f svefn. Þú ættir líka að skoða matar og drykkjarvenjur t.d. koffín og örvandi efni ýmis konar og sterkan kryddaðan mat svo dæmi séu tekin. Hreyfing getur verið skynsamleg, kynlíf einnig og svo almenn slökun og hugleiðsla. Hugræn atferlismeðferð er líka mjög góð til að bæta úr svefntruflunum en það eru ýmsir aðilar að bjóða uppá slíkt.

Reyndu þessar leiðir fyrst, áður en skoðaðar eru aðrar leiðir t.d. með lyfjum

Gangi þér vel