Svefnkynlíf

Þegar ég sef, yfirleitt þegar ég hef verið sofandi í u.þ.b. klukkutíma, byrja ég að þreifa á kærustu minni, mjög ákaft, annað hvort um brjóst eða geng svo langt að fara inn á hana og putta hana. Ég vakna aldrei við þetta sjálfur heldur vekur hún mig í miðjum klíðum, þá er ég jafnvel búinn að klæða hana úr fötunum. Þetta kemur í köflum og ég veit í raun aldrei hvenær ég get átt von á að gera þetta og þetta er farið að valda mér áhyggjum ef ég þarf að sofa í kringum annað fólk og leita ég því einhverra ráða um hvert ég ætti að leita með þetta vandamál.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þessi „hegðun“ er þekkt og flokkast með svefntruflunum (Parasomnia)sem birtast í óeðlilegri hegðun,tilfinningaupplifun,skynjun og draumum.  Það kemur fram t.d. með svefngöngu,martröðum,væta rúmið,borða í svefni og eins og hjá þér, í ómeðvitaðri  kynlífshegðun.  Sumar þessara svefntruflana eru algengar hjá börnun en hverfa síðan þegar þau fullorðnast. Þekkt er að áfengi,svefnleysi og þreyta,tilfinningalegt álag,þunglyndi,sum lyf,hitasótt og jafnvel mikil líkamleg áreynsla ýtir undir þessar svefntruflanir hjá sumum einstaklingum. Snerting í svefni getur líka ýtt undir þá hegðun sem þú lýsir.  Mikilvægt er fyrir þig og maka þinn að vita að þessi hegðun er ómeðvituð eins og svefnganga en þú getur fylgst með hvort eitthvað ýti undir þessa truflun frekar en annað t.d. áfengisneysla, þreyta eða mikið álag og forðast það þá. Ef þetta truflar þig mikið skaltu ræða þessi mál við þinn heimilislækni, Í einstaka tilfellum eru gefin slakandi lyf en ég veit ekki um árangur þeirra.

 

Gangi þér vel